Athuganir voru gerðar á Fjarðarhornsá og Skálmardalsá haustið 2000 vegna
fyrirhugaðra efnistöku. Athugunin var liður í mati á umhverfisáhrifum vegna
vegagerðar um þetta svæði. Sjö til átta árum eftir að efnistöku lauk þá var farið í
sýnatökur (haust 2011) á sömu stöðvum til að kanna hvort áhrifa gæti á dýralíf í
þessum ám vegna efnistökunnar.
Rannsóknarsvæðið er í Kolla- og Skálmarfirði í A-Barðastrandarsýslu. Fjarðarhornsá
rennur til sjávar í Kollafirði og Skálmardalsá í Skálmarfirði. Þetta eru dragár og renna
þær á blágrýtisgrunni.
Farið var 19. september 2011 í sýnatöku. Athuguninni má skipta í tvennt, annars
vegar könnun á seiðabúskap og hinsvegar athugun á samsetningu og þéttleika
smádýralífs. Teknar voru tvær stöðvar í Fjarðarhornsá og fjórar í Skálmardalsá.
Þorleifur Eríksson, Cristian Gallo, Danny O'Farrell, Böðvar Þórisson
Samanburður á dýralífi í Fjarðarhornsá og Skálmardalsá fyrir og eftir efnistöku