Allar starfsstöðvar Vegagerðarinnar hafa sent inn efnalista sína og því er nú til staðar
heildstæður efnalisti yfir þau efni sem Vegagerðin notar. Mikill tími hefur farið í að fá þetta
heildstæða yfirlit. Efnalistinn inniheldur yfir 400 tegundir efna. Þar af eru rúmlega 100
merkingarskyld efni, 100 efni sem ein starfsstöð notar og 18 efni sem engin notar. Stefnt verður
að fækkun merkingarskyldra efna hjá Vegagerðinni á árunum 2012 og 2013, sérstaklega á efnum
sem eru merkt sem eiturefni (T), hættuleg heilsu (Xn) og hættuleg umhverfinu (N). Ekkert sterkt
eitur (Tx) er í notkun. Nú þegar heildstæður efnalisti liggur fyrir er næsta skrefið að fara yfir
efnalistann, í þeim tilgangi að fækka efnum og fá tillögur þar um frá starfsmönnum
starfsstöðvanna. Sérstaklega verður haft í huga að hætta notkun efna sem eru hættuleg heilsu
og náttúru og nota í staðinn önnur skaðlaus efni. Í framhaldinu verður lögð fram tillaga um
fækkun efna.
Eva Yngvadóttir, Ásrún Rudolfsdóttir, Matthildur B. Stefánsdóttir
Áhættumat varasamra efna og notkun þeirra hjá Vegagerðinni