PDF · apríl 2011
Fugla­líf á endur­heimt­um vötn­um á Vestur­landi – Áfanga­skýrsla 2010

Í þessari áfangaskýrslu er gerð grein fyrir framvindu og niðurstöðum annars árs verkefnisins
„Fuglalíf á endurheimtum vötnum á Vesturlandi”. Markmiðið er að varpa ljósi á áhrif
endurheimtar á fuglalíf og meta árgangur aðgerða. Verkefnið er styrkt af Vegagerðinni og er
gert ráð fyrir að það standi yfir í þrjú ár.
Rannsóknir á fuglalífi á endurheimtu votlendi hafa verið mjög takmarkaður hér á landi, þrátt
fyrir að talsvert hafi verið endurheimt af slíku búsvæði á undanförnum árum. Í þessu verkefni
er fuglalíf á endurheimtum vötnum og tjörnum á Vesturlandi rannsakað og borið saman við
óröskuð vötn og tjarnir á sama svæði. Verkefnið hófst 2009. Talningar 2010 byrjuðu 5. maí
og voru þær endurteknar sex sinnum fram á haust. Árið 2009 var talið á 57 vötnum, en árið
2010 voru valin úr því sýni 35 vötn og tjarnir til áframhaldandi talningu. Af þessum 35
vötnum eru sjö endurheimt. Þrjú þeirra voru endurheimt af Vegagerðinni árið 2001; tvær
tjarnir í landi Saura á Mýrum og Kolviðarnesvatn Syðra í Eyjahreppi á Snæfellsnesi.
Fyrstu niðurstöður benda til þess endurheimt hafi haft mjög jákvæð áhrif á fuglalíf vatnanna
og var fjöldi fuglategunda svipaður á þeim og óröskuðum vötnum í nágrenni. Í ljós kom að
svæðisbundinn munur er á fuglalífi vatna á rannsóknasvæðinu óháð því hvort þau eru
endurheimt eða náttúruleg. Þessi munur tengist jarðgrunni og landgerð. Á vötnum í
Staðarsveit, sem eru frjósöm og hvíla á fornu sjávarseti nálægt sjó, er mun meira fuglalíf en á
vötnum á Mýrum sem eru ófrjósöm og umgirt súrum mýrum á fornu blágrýti.

Skjámynd 2025-07-10 103501
Höfundur

Svenja N.V. Auhage, Guðmundur A. Guðmundsson, Kristinn H. Skarphéðinsson

Skrá

fuglalif_endurheimt_votn-afangaskyrsla_2010.pdf

Sækja skrá

Fuglalíf á endurheimtum vötnum á Vesturlandi – Áfangaskýrsla 2010