Með það í huga að gera almenningssamgöngur á landsbyggðinni
vistvænni og stuðla að umhverfisvænni valkostum til að knýja þær var
ráðist í það verkefni að skoða hvaða möguleikar fyrir vistvænt eldsneyti
væru í boði á Austurlandi.
Landfræðilegar aðstæður, vegalengdir og almenningssamgöngur í
fjórðungnum voru teknar saman og þær upplýsingar notaðar til að
skoða möguleikana á að nota þá vistvænu eldsneytisvalkosti sem til
staðar eru á Íslandi í dag. Farið var stuttlega í framleiðsluferlið og hvaða
hráefni og tækni þurfa að vera til staðar til framleiðslu.
Síðan voru hagkvæmustu valkostirnir bornir saman með tilliti til
aðstæðna í fjórðungnum og því sem þar er til staðar.
Verkefnið var samvinnuverkefni Þróunarfélags Austurlands og Mannvits
og fjármagnað að hluta með styrk úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar
Freyr Ingólfsson, Þorsteinn R. Hermannsson, Matthildur B. Stefánsdóttir
Ingigerður Erlingsdóttir
Vistvænar almenningssamgöngur í dreifbýli