PDF · október 2010
Vist­vænar almenn­ings­samgöngur í dreif­býli

Með það í huga að gera almenningssamgöngur á landsbyggðinni
vistvænni og stuðla að umhverfisvænni valkostum til að knýja þær var
ráðist í það verkefni að skoða hvaða möguleikar fyrir vistvænt eldsneyti
væru í boði á Austurlandi.
Landfræðilegar aðstæður, vegalengdir og almenningssamgöngur í
fjórðungnum voru teknar saman og þær upplýsingar notaðar til að
skoða möguleikana á að nota þá vistvænu eldsneytisvalkosti sem til
staðar eru á Íslandi í dag. Farið var stuttlega í framleiðsluferlið og hvaða
hráefni og tækni þurfa að vera til staðar til framleiðslu.
Síðan voru hagkvæmustu valkostirnir bornir saman með tilliti til
aðstæðna í fjórðungnum og því sem þar er til staðar.
Verkefnið var samvinnuverkefni Þróunarfélags Austurlands og Mannvits
og fjármagnað að hluta með styrk úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar

Skjámynd 2025-07-10 090038
Höfundur

Freyr Ingólfsson, Þorsteinn R. Hermannsson, Matthildur B. Stefánsdóttir

Verkefnastjóri

Ingigerður Erlingsdóttir

Skrá

vistv_almenningssamg_dreifbyli_v4.pdf

Sækja skrá

Vistvænar almenningssamgöngur í dreifbýli