Eins og mörg undanfarin ár var afkoma Vatnajökuls mæld í um 60 punktum víðsvegar um jökulinn, á suðurjöklinum á Breiðamerkurjökli og Hoffellsjökli (mynd 1). Einnig voru reknar 10 veðurstöðvar, þar af ein á sporði Breiðamerkurjökuls. Hreyfing var mæld á öllum afkomumælistöðvum. Vegagerðin styrkti mælingar á Breiðamerkurjökli.
Finnur Pálsson, Helgi Björnsson, Sverrir Guðmundsson, Eyjólfur Magnússon
Stutt greinargerð um afkomu og veður á Breiðamerkurjökli og Hoffellsjökli jökulárið 2009-2010