Í verkefninu er gerð grein fyrir aðgerðum og leiðbeiningum til vegbóta á fjallaslóðum og torfærum
vegum á hálendinu og öðrum landsvæðum utan byggðar. Í verkefninu eru aðgerðirnar kallaðar
smávegagerð þar sem markmið þeirra er að leysa staðbundið vandamál á akstursleiðinni, við
ákveðna „flöskuhálsa“ sem geta verið bleyta, snjóskafl, erfitt vað, skriður eða eitthvað annað. Við
þessa „flöskuhálsa“ verða oft til margar og ljótar hjáleiðir með tilheyrandi rofi á gróðri og jarðvegi.
Með íhlutun eins og smávegagerð er mögulega hægt að fara í varanlega aðgerð sem fellur að
landslagi og leiðir ekki til en annarra breytinga á eiginleikum fjallaslóðans.
Freyr Jónsson, Dagur Bragason, Sæbjörg Richardsdóttir, Kári Kristjánsson, Smári Johnsen
Fríða Björg Eðvarðsdóttir
Slóðir á hálendi Íslands – Leiðbeiningar í smávegagerð