Það sem við leggjum upp með er að notast við B-spline rennlislykla sem byggja á bayesísku nálguninni
til að varpa vatnshæð yr í rennsli. Það er alltaf óvissa í þeirri vörpun en bayesíska nálgunin gefur færi
á að taka þá óvissu með í reikningana þegar kemur að óðagreiningunni. Þetta er eitthvað sem ekki
hefur gert áður að okkur meðvituðum og er þetta því ný aðferð við að greina óð.
Við óðagreiningu hingað til, hafa tímaraðir af vatnsrennslisglidum verið notaðar til að framkvæma
óðagreiningu. Þær tímaraðir hafa verið notaðar sem fastar, þ.e. ekki hefur verið gert ráð fyrir
neinni óvissu í þeim. Staðreyndin er hins vegar sú að vatnsrennslisgildin eru fundin út frá vörpun
frá vatnshæðargildum. Vatnshæð er mæld í sífellu með vatnshæðarmælum sem við gefum okkur að
séu fullkomnlega réttir, en vörpuninni frá vatnshæð yr í vatnsrennsli fylgir óvissa sem við tökum
inni í reikningana fyrir óðagreiningu. Það er þessi óvissa sem gerir þetta verkefni frábrugðið öðrum
svipuðum verkefnum.
Flóðgreiningin sem slík er gerð með svokallaðri hágildisgreiningu (e. extreme value analysis). Tvær
aðferðir hágildigreiningu eru notaðar. Annars vegar er notast við árleg hágildi (e. block extrema
model) og hins vegar er notast við gildi yr ákveðnum þröskuldi (e. threshold model).
Fjalarr Páll Mánason
Birgir Hrafnkelsson, Sigurður Magnús Garðarsson
Flóðagreining með bayesískri tölfræði – Lokaskýrsla