Á undanförnum árum hefur Vegagerðin í auknum mæli sinnt þróunarvinnu vegna vaxandi
ferðamannastraums. Einn liður í þeirri vinnu er umfjöllun um og skilgreining svokallaðra
ferðamannavega. Árið 2008 var gefin út verkefnaskýrsla um skilgreiningu, eðli og hlutverk slíkra
vega og var það samstarfsverkefni VSÓ Ráðgjafar, Vegagerðar og Ferðamálafulltrúa Uppsveita
Árnessýslu.
Niðurstaða þeirrar skýrslu og frekari rannsóknarvinna VSÓ Ráðgjafar um ferðamannavegi leiddi í
ljós að ferðamannavegur er ekki aðeins vegtæknilegt fyrirbæri heldur liggur að baki þessa hugtaks
ákveðin hugmyndafræði um samstarfsverkefni sem tengir hagsmuni ferðamanna, náttúruverndar,
heimabyggðar og samgönguyfirvalda. Hlutverk Vegagerðarinnar er gríðarlega mikilvægt þar sem
vegurinn er kjarni þessa samstarfsverkefnis.
Fríða Björg Eðvarðsdóttir, Smári Johnsen
Sebastian Peters
Ferðamannavegir á hálendi Íslands