VSÓ Ráðgjöf hefur unnið að rannsóknaverkefni um skilgreiningu ferðamannaleiða og
ferðamannavega. Skilgreining á hvaða leiðir geti kallast ferðamannaleiðir og hvaða vegir ferðamannavegir hefur ekki
verið til. Almennt er talað um að vegir sem opna aðgengi að helstu ferðamannasvæðum og vegir
innan þjóðgarða og friðlýstra svæða séu ferðamannaleiðir. Í sumum tilfellum er talað um
ferðamannavegi þar sem einu notendur vegarins eru ferðamenn og gætu flestir hálendisvegir fallið
þar undir. Í Vegaáætlun hefur verið gert ráð fyrir sérstöku fjármagni til nýframkvæmda og til
uppbyggingar ferðamannaleiða og -vega. Sérstakur faghópur vann að mótun verkefnisins og sátu í honum Ásborg Arnþórsdóttir
ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu, Eymundur Runólfsson og Svanur G. Bjarnason frá
Vegagerðinni. Verkefnið er unnið af Fríðu Björgu Eðvarðsdóttur, Sebastian Peters og Smára
Johnsen hjá VSÓ Ráðgjöf sumarið og haustið 2008. Verkefnið er styrkt af rannsóknarsjóði
Vegagerðarinnar og af VSÓ Ráðgjöf.
Fríða Björg Eðvarðsdóttir, Sebastian Peters, Smári Johnsen
Skilgreining ferðamannavega og ferðamannaleiða