PDF · apríl 2009
Lofts­lags­breyt­ingar og Vega­gerð – (skýrsla um verk­efnið Vega­gerð og gróður­húsa­áhrif sem styrkt var 2008)

Í skýrslunni er samantekt á sviðsmyndum (scenarios) fyrir Ísland vegna spár
um loftslagsbreytingar á 21. öldinni. Þá eru teknar saman helstu
niðurstöður úr starfi vinnuhóps NVF 41 um loftslagsbreytingar 2004 til
2008. Þar kemur fram að ógn vegna skyndilega atburða sem tengjast
aukinni úrkomu er mest áberandi. Hér á landi gæti þetta valdið meiri hættu
á stærri flóðum í ám og vötnum og aukinni tíðni skriðufalla og annarra
vatnstengdra ofanflóða (s.s. krapaflóða og aurflóða). Aukin úrkoma er
einnig talin valda auknu sliti á burðar‐ og slitlögum vega, en það gildir einnig
um tíðari frostþíðusveiflum yfir veturinn. Í skýrslunni er fjallað um tilurð
IceClimate öndvegisseturs um loftslagsbreytingar á Íslandi sem Vegagerðin
á aðild að og tók þátt í að mynda. Þar kemur fram lýsing á öndvegissetrinu
og því starfi sem þar er væntanlegt og lýst þeim tillögum að
rannsóknarverkefnum á sviði vegagerðar sem hugsanlega gætu orðið hluti
af þeim rannsóknum sem þar verða unnar. Greint er frá stöðu norska
rannsóknarverkefnisins Klima og Transport. Þar er tekist á við viðfangsefni
sem mörg hver eru áhugaverð í ljósi aðstæðna á Íslandi og vert er að fylgjast
með og leita samstarfs við ef slíkt er talið henta. Í skýrslunni er yfirlit yfir
svið í starfsemi Vegagerðarinnar þar sem yfirfara þarf áhrif
loftslagsbreytinga með tilliti til breytts verklags eða annarrar aðlögunar.
Gerð er tillaga að því að hópur verði stofnaður innan Vegagerðarinnar með
þessu markmiði.

Skjámynd 2025-07-09 145709
Höfundur

Skúli Þórðarson

Skrá

vegagerd-og-grodurhusaahrif.pdf

Sækja skrá

Loftslagsbreytingar og Vegagerð – (skýrsla um verkefnið Vegagerð og gróðurhúsaáhrif sem styrkt var 2008)