Vestari Kverkfjöll eru talin með öflugustu jarðhitasvæðum á Íslandi (Friedman o.fl., 1972).
Jarðhitinn hefur myndað tvö jökulstífluð lón, Galtarlón í Efri Hveradal og Gengissig austan
hans. Þekkt eru nokkur jökulhlaup sem eiga upptök í Vestari Kverkfjöllum en það var ekki
fyrr en í janúar 2002 sem það var staðfest að upptök a.m.k. þeirra stærri eru í Gengissiginu.
Ekki eru þekkt hlaup úr Galtarlóni en þó er sennilegt að lónið hafi hlaupið nokkrum sinnum á
síðustu áratugum.
Magnús Tumi Guðmundsson, Þórdís Högnadóttir
Jökullón í Vestari Kverkfjöllum þróun og jökulhlauphætta