Verkefnið er langtímaverkefni þar sem innlendar plöntutegundir eru reyndar með
tilliti til þess hvort þær henti í uppgræðslu vegfláa. Mikilvægir eiginleikar er að
tegundirnar þarfnast ekki áburðar og mynda litla sinu. Einnig er verið að mæla
hvort yfirborðsjarðvegur hafi það gildi að ástæða verði til að taka hann frá við
byrjum framkvæmda og dreifa honum yfir vegfláa eftir að þeir eru mótaðir.
Megináhersla sumarið 2007 var að leggja út tilraun til að mæla fræforða jarðvegs
í nokkrum gróðurhverfum.
Jón Guðmundsson
Uppgræðsla vegfláa með Innlendum úthagategundum 2007 – Framvinduskýrsla nr. 3