Á árunum 2005-2007 hefur Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar styrkt tilraunaverkefni
um nýtingu svarðlag við uppgræðslu námusvæða. Markmiðið með verkefninu er að
athuga hvort útjöfnun svarðlags yfir raskað svæði reynist betur, til að ná upp
náttúrulegum gróðri, en útjöfnun jarðvegs þar sem svarðlagi hefur ekki verið haldið
sérstaklega til haga. Þá verður einnig athugað hversu fljótt náttúrulegur gróður nær sér
með öðrum aðferðum s.s. með sáningu og/eða mismunandi útjöfnun á svarðlagi
blönduðu fræjum og næringarefnum. Hér verður horft til aðferða sem gætu nýst þar sem
svarðlag er af skornum skammti t.d. í gömlum námum. Niðurstöður rannsóknanna geta
nýst við ákvarðanatöku um það hvaða aðferð nýtist best við að ná upp náttúrulegum
gróðri á efnistökusvæðum og hvort áþreifanlegur ávinningur er af því að halda beri
svarðlagi sérstaklega til haga þegar efnistökusvæði eru búin undir efnistöku.
Rannsókninni var valinn staður í jaðri námu í landi Húsafells við Hringgil í Hálsasveit.
Árið 2005 fór fram undirbúningur fyrir rannsóknina. Þá var gróðurfar á svæðinu
mælt/metið síðla sumars en um haustið var svarðlagið tekið ofan af svæðinu og það
geymt yfir veturinn.
Árið 2006 veitti rannsóknasjóður Vegagerðarinnar 1.500.000 kr. til verkefnisins.
Útlagning svarðlags og uppgræðsla fór fram fyrri hluta sumars en um haustið var
gróðurframvinda metin.
Árið 2007 veitti rannsóknasjóður Vegagerðarinnar 1.000.000 kr. til verkefnisins og var
borinn áburður á svæðið, lagðir út varanlegir mælireitir og gerðar mælingar á
gróðurþekju og landnámi staðargróðurs.
Rannsóknir á gróðurframvindu og mælingum á gróðri eru undir umsjón Ásu L.
Aradóttur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
Hersir Gíslason, Ása L. Aradóttir, Jóhannes B. Jónsson
Nýting svarðlags við uppgræðslu námusvæða – áfangaskýrsla 2007