PDF · Útgáfa NV nr. 08-08 — mars 2008
Dýra­líf í Önundar­firði og Dýra­firði – Áfanga­skýrsla 3 – Botn­dýr

Dýrafjörður var þveraður 1991 og brúin formlega opnuð 1992. Vegna
fyrirhugaðrar þverunar voru gerðar þar úttektir á dýralífi 1984-1986 (Agnar
Ingólfsson, 1986; Guðmundur A. Guðmundsson og Arnþór Garðarsson. 1986;
Jörundur Svavarsson og Arnþór Garðarsson 1986). Áður höfðu verið gerðar
rannsóknir í Önundarfirði vegna þverunar þar (Arnþór Garðarsson o.fl. 1980).
Hluti af rannsóknunum var úttekt á botndýralífi Dýrafjarðar (Jörundur Svavarsson og
Arnþór Garðarsson 1986), hér eftir nefnd fyrri rannsókn.
Náttúrustofa Vestfjarða sótti um styrk til Rannsóknarráðs Vegagerðarinnar til að gera
samanburðarrannsókn í þessum fjörðum og er komin út áfangaskýrsla um fugla
(Böðvar Þórisson og Þorleifur Eiríksson 2004) og fjörur (Þorleifur Eiríksson, Böðvar
Þórisson og Guðrún Steingrímsdóttir 2006).
Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður rannsókna á botndýrum í Dýrafirði.

Skjámynd 2025-07-09 135537
Höfundur

Þorleifur Eiríksson, Böðvar Þórisson

Skrá

dyralif-i-onundarfirdi-og-dyrafirdi-afangaskyrsla-3-botndyr.pdf

Sækja skrá

Dýralíf í Önundarfirði og Dýrafirði – Áfangaskýrsla 3 – Botndýr