PDF · Útgáfa 06162 — apríl 2008
Áhrif 37. Gr. Nátt­úruverndar­laga á fram­kvæmd­ir

Eftirfarandi skýrsla er afrakstur rannsóknar VSÓ Ráðgjafar á 37. grein náttúruverndarlaga nr.
44/1999. Rannsóknin var að hluta til unnin fyrir fé úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.
Samráðshópur sem skipaður var fulltrúum Umhverfisstofnunar, Skipulagsstofnunar og
Vegagerðarinnar kom einnig að mótun verkefnisins. Verkefnið var unnið af Auði Magnúsdóttur og
Sigríði Droplaugu Jónsdóttur hjá VSÓ Ráðgjöf veturinn 2007-2008.
Samkvæmt 37. gr. laga um náttúruvernd nr. 47/1999 kemur fram að ákveðnar skilgreindar
jarðmyndanir og vistkerfi njóti sérstakrar verndar og forðast skuli röskun þeirra eins og kostur er. Á
undanförnum árum hefur umfjöllun aukist í matsskýrslum og matsferlinu um 37. gr.
náttúruverndarlaga. Vægi umfjöllunar er jafnframt að aukast. Hins vegar var ekki ljóst hver afleiðing
þessarar auknu umfjöllunar væri, hvorki m.t.t. útfærslu framkvæmda né landslags- og
vistkerfisverndar. Einnig ríkti ákveðin óvissa um samræmi umfjöllunar í matsferlinu milli ólíkra
framkvæmda. Í ljósi þessa þótti fróðlegt að skoða hvernig úrskurðað hefur verið í tengslum við 37.
gr. náttúruverndarlaga í mati á umhverfisáhrifum á tímabilinu 1996 til 2006.

Skjámynd 2025-07-09 135925
Höfundur

Auður Magnúsdóttir, Sigríður Droplaug Jónsdóttir

Skrá

ahr_37gr_natturuvlaga_framkv.pdf

Sækja skrá

Áhrif 37. Gr. Náttúruverndarlaga á framkvæmdir