Eitt brýnasta atriði varðandi umferðaröryggi á Íslandi í dag eru hreinsuð öryggissvæði við vegi í dreifbýli og viðunandi fláahalli. Hann þarf að vera aflíðandi, til að ökutæki velti síður við útafakstur. Vegir eru stundum lagðir óþarflega hátt yfir landi. Þá þarf að stórauka notkun vegriða, bæði lengja fyrirliggjandi og setja upp ný. Í þessari skýrslu í kafla 3 er farið yfir reynslu Norðurlandanna, hvað varðar umhverfi vega, halla fláa, vegrið og skyld atriði. Síðan taka við hugmyndir höfunda um breytingar á íslenskum hefðum og reglum um þessi atriði. Þá er í kafla 7 farið yfir íslenskar aðstæður og í kafla 6 eru lagðir til öryggisflokkar m.t.t. öryggissvæða.
Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir og Rögnvaldur Jónsson
Umhverfi Vega – heimildir og tillögur að úrbótum