Þessi rannsókn á sjónrænum áhrifum í íslenskri vegagerð er fjármögnuð af
Vegagerðinni. Hér er fjallað um þau atriði sem hafa ber í huga við hönnun
vega til þess að samspil vegar og umhverfis verði sem best en lítið hefur
verið skrifað um þetta efni hingað til hér á land. Erlend rit, aðallega norsk og
þýsk, voru rýnd og borin saman við íslenskar aðstæður og gert var yfirlit yfir
kenningar um sjónræn áhrif vega. Saga vegagerðar á Íslandi var skoðuð
lauslega ásamt þróun í veghönnun með tilliti til aðlögunar að landslagi sem
fjallað er um í erlendum heimildum. Fjallað er um veginn frá tveimur
sjónarhornum, annars vegar er hann skoðaður utanfrá sem hluti af
landslaginu og hins vegar er fjallað um upplifun vegfarandans af ferðalaginu
um veginn. Höfundar útbjuggu gátlista sem hafður var til hliðsjónar við
skoðun á völdum vegum á Suðvesturlandi. Niðurstöður benda til þess að
þær kenningar sem teknar voru saman falla yfirleitt vel að íslenskum
aðstæðum en virðast þó ekki vera tæmandi vegna sérstöðu þess landslags og
náttúru sem einkennir Ísland. Þá gefa niðurstöður verkefnisins vísbendingar
um að sjónræn aðlögun íslenskrar vegagerðar að landinu sé almennt góð, en
að það séu engu að síður vannýtt sóknarfæri á þessum vettvangi. Æskilegt er
að útbúinn verði aðgengilegur vettvangur t.d. handbók um sjónræna aðlögun
vega í íslensku landslagi þannig að menn tali sama mál þegar kemur að
umfjöllun um sjónræn áhrif vegagerðar.
Skúli Þórðarson, Laila Sif Cohagen, Hermann Georg Gunnlaugsson
Skúli Þórðarsson
Sjónræn áhrif í íslenskri vegagerð, Orion ráðgjöf/Teiknistofan Storð