Vegna fyrirhugaðra þveranna í Önundarfirði og Dýrafirði voru gerðar þar úttektir á
dýralífi 1979 og 1984-1985. Brúin yfir Önundarfjörð var tekin í notkun 1980. Í Dýrafirði
var brúin tengd 1991 og formlega opnuð 1992.
Náttúrustofa Vestfjarða sótti um styrk til Rannsóknarráðs Vegagerðarinnar til að gera
samanburðarrannsókn í þessum fjörðum og er komin út áfangaskýrsla um fugla (Böðvar
Þórisson og Þorleifur Eiríksson 2004). Í þessari skýrslu er birt staða rannsókna á fjörum í
Dýrafirði og Önundarfirði.
Áætlað er að fara í þriðja hlutann, botndýr í Dýrafirði, á árinu 2007 og lokaskýrsla um
verkefnið á sama ári
Þorleifur Eiríksson, Böðvar Þórisson, Guðrún Steingrímsdóttir
Dýralíf í Önundarfirði og Dýrafirði – fjörur