PDF · janúar 2005
Landris við Vatna­jökul – Áfanga­skýrsla

Jarðskorpuhreyfingar við suðurjaðar Vatnajökuls hafa verið mældar með GPS-landmælingum.
Tilgangur mælinganna er að meta áhrif jarðskorpuhreyfinga vegna jöklabreytinga, með
sérstöku tilliti til hæðarbreytinga á og við Breiðamerkursand. Þessi skýrsla er gagnaskýrsla
sem sýnir niðurstöður mælinga í myndum og töflum.
Á árinu 2004 var unnið úr mæligögnum og nýjar mælingar gerðar á nokkrum punktum (sjá
töflu 1 og mynd 1). Unnið hefur verið úr öllum mælingum frá 1996, 2002, 2003, og 2004.
Úrvinnslan hefur verið að mestu í höndum Erik Sturkell og Halldórs Geirssonar. Úrvinnslan
hefur verið tvíþætt. Annars vegar hefur verð unnið úr mælingum á nokkrum stöðvum með
því að nota stöð í Reykjavík (REYK) sem fasta viðmiðun. Hins vegar hefur verið reiknað úr
mælingum á þéttu neti mælipunkta með mælipunkt við Kvísker (KVSK) sem fasta viðmiðun.

Skjámynd 2025-07-09 102126
Höfundur

Erik Sturkell, Halldór Geirsson, Freysteinn Sigmundsson, Carolina Pagli, Páll Einarsson, Halldór Ólafsson

Skrá

landris-vid-vatnajokul.pdf

Sækja skrá

Landris við Vatnajökul – Áfangaskýrsla