PDF · Útgáfa RH-20-2005 — desember 2005
Gjálp 2003-2005: Depressi­on develop­ment, Ice flux and heat output

Í skýrslunni er gerð grein fyrir niðurstöðum mælinga á sigdældum og ísskriði inn til Gjálpar á
árunum 2003-2005. Gögnin eru tengd fyrri mælingum sem hófust í júní 1997, 8 mánuðum
eftir Gjálpargosið. Mælingarnar hafa verið gerðar á sumrin en veturinn 2002-2003 stóð
járnstika í tæplega 1750 m hæð norðan Gjálpar. Færsla þessarar stiku frá hausti 2002 til
hausts 2003 bendir til þess að ekki sé munur á ísskriði að sumri eða vetri og því dugi
sumarmælingarnar til að meta ísskrið á hverjum tíma á Gjálparsvæðinu. Niðurstöður um
yfirborðshraða og rúmmálsbreytingar dælda (DV) eru notaðar til að meta ísflæði inn til
Gjálpar (DQ) á tveimur fjögurra ára tímabilum, 1998-2001 og 2002-2005. Einnig er stuðst
við fáanlegar upplýsingar um afkomu svæðisins (B). Afkoma við botn (B’) er síðan fundin út
frá massavarðveislu, þar sem B’ = DV - B - DQ. Niðurstaðan er sú að á fyrra tímabilinu
(1998-2001) hafi bráðnun við botn samsvarað um 3 m3
s-1 en verið óveruleg á því seinna (2002-2005). Afl jarðhitans í fjallinu fyrir sömu tímabil er 880±140 MW 1998-2001 en
30±140 MW 2002-2005. Það er því bráðabirgðaniðurstaða að varmastraumur frá Gjálp hafi
verið mikill fyrstu 4-5 árin en óverulegur og jafnvel nánast enginn eftir það. Tilvist lítils
sigketils þar sem megingígurinn var í gosinu bendir þó til þess að a.m.k. þar sé einhver hiti
eftir í fjallinu, þó fáir tugir megawatta ættu að duga til að skýra ketilinn. Engar vísbendingar
hafa fundist um að vatn hafi safnast fyrir við Gjálp frá því skömmu eftir gosið

Skjámynd 2025-07-09 105700
Höfundur

Alexander H. Jarosch, Magnús Tumi Guðmundsson, Þórdís Högnadóttir

Skrá

rh-2005-20_gjalp_2003-2005.pdf

Sækja skrá

Gjálp 2003-2005: Depression development, Ice flux and heat output