Í þessari skýrslu er greint frá niðurstöðum samantektar sem verkfræðistofan Línuhönnun
gerði á aðferðum við mat á gildi landslags og áhrifum framkvæmda á landslag.
Aflað var gagna frá þrettán löndum - Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi,
Suður Afríku, Bretlandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki,
Hollandi og Spáni.
Í skýrslunni er fjallað um hugtakanotkun í mati á landslagi og á almennan hátt um þróun
á aðferðum við mat á landslagi á síðustu árum og mismunandi nálganir að
viðfangsefninu. Í skýrslunni er aðferðunum skipt í flokka eftir einkennum þeirra og
áherslum. Hverjum flokki er lýst almennt og svo fjallað ítarlegar um aðferðir sem þykja
dæmigerðar fyrir hverja nálgun.
Við greiningu á gildi aðferðanna var rýnt í útgefið efni erlendis frá, þar sem fjallað er um
kosti og galla hverrar aðferðar. Einnig kallaður saman hópur fagmanna sem að komu
aðilar frá Vegagerðinni, Landsvirkjun, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Háskóla
Íslands. Þessi faghópur fjallaði um notagildi aðferðanna m.t.t íslenskra aðstæðna. Með
hliðsjón af þessari greiningu eru svo línurnar lagðar fyrir áframhaldandi þróun aðferðar
við mat á gildi landslags og áhrif á landslag hér á landi.
Ólafur Árnason
Helga Jóhanna Bjarnadóttir
Aðferðir við mat á gildi landslags og áhrifum framkvæmda á landslag