Vegna fyrirhugaðrar þverunar í Önundarfirði og Dýrafirði var gerð þar góð úttekt á
dýralífi 1979 og 1984-1985. Brúin yfir Önundarfjörð var tekin í notkun 1980. Í Dýrafirði
var brúin tengd 1991 og formlega opnuð 1992. Það er orðið langt um liðið frá því að
firðirnir voru þveraðir og ætti áhrif þess á dýralíf að vera komið í ljós. Athugun á dýralífi
eftir þverun var því orðin tímabær og ætti hún að nýtast við vegaáætlanir þar sem valið er
að fara fyrir eða yfir fjörð.
Náttúrustofa Vestfjarða sótti um styrk í Rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar til að gera
samanburðarrannsókn í þessum fjörðum. Tengiliður Rannsóknarsjóðs Vegagerðarinnar er
Kristján Kristjánsson.
Böðvar Þórisson, Þorleifur Eiríksson
Dýralíf í Önundarfirði og Dýrafirði – Áfangaskýrsla 1