Skilgreiningar á hugtakinu umhverfismat áætlana eru nokkuð margar. Þrátt fyrir það eru fagaðilar að meira eða minna leyti sammála um helstu lykilatriði hugtaksins. Ágætis lýsingu er að finna í skýrslu frá Evrópuráðinu um umhverfismat vegna samgönguáætlana. Þar er það skilgreint sem: “Kerfisbundið ferli til að meta afleiðingar stefnumótunar, skipulags eða áætlana á umhverfið í þeim tilgangi að tillit verði tekið til afleiðinganna og fjallað um þær eins snemma og hægt er í ákvörðunarferli og á sama hátt og tekið verði tillit til efnahagslegra og félagslegra sjónarmiða.”
Sebastian Peters, Kjartan Bollason, Auður Magnúsdóttir
Stefán Gunnar Thors.
Umhverfismat áætlana – Áherslur, ávinningur og undirbúningur