PDF · desember 2002
Bygg­ingar­úrgangur á Íslandi. Gagna­grunnur og umhverf­ismat

Rannsóknaprófanir sýna að hægt er að framleiða ágæta húsasteypu með allt að 50% endurunna steypu sem fylliefni (möl). Þessi tiltekna steypa uppfyllir hins vegar ekki nokkrar lágmarkskröfur varðandi burðarlagsefni í sumum vegtæknilegum prófunum. Kröfurnar miðast hins vegar aðeins við hefðbundið steinefni og þarf að móta kröfur
fyrir endurunna steypu til nota í burðarlög á Íslandi. Niðurstöður vistferilgreiningar sýna að vinnsla eins rúmmetra af steypu-mulningi er töluvert dýrari en samsvarandi vinnsla af möl í veg. Þegar verið er að rífa hús er það hinsvegar lítill viðbótarkostnaður að vinna steypumulning úr steypunni og sé hægt að
selja hann þá er það hagkvæmt. Loks eru ræddir framtíðarmöguleikar á að nota endurunna steypu í mannvirkjagerð á Íslandi. Til að stuðla að notkun endurunninnar steypu sem burðarlagsefnis á Íslandi er eindregið mælt með gerð tilraunarvegakafla.

Höfundur

Børge Johannes Wigum, Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, Edda Lilja Sveinsdóttir, Helgi Hauksson, Guðni Jónsson, Halla Jónsdóttir, Aron Jóhannsson og Bryndís Skúladóttir

Skrá

byggingarurgangur.pdf

Sækja skrá

Byggingarúrgangur á Íslandi. Gagnagrunnur og umhverfismat