Rannsóknaprófanir sýna að hægt er að framleiða ágæta húsasteypu með allt að 50% endurunna steypu sem fylliefni (möl). Þessi tiltekna steypa uppfyllir hins vegar ekki nokkrar lágmarkskröfur varðandi burðarlagsefni í sumum vegtæknilegum prófunum. Kröfurnar miðast hins vegar aðeins við hefðbundið steinefni og þarf að móta kröfur
fyrir endurunna steypu til nota í burðarlög á Íslandi. Niðurstöður vistferilgreiningar sýna að vinnsla eins rúmmetra af steypu-mulningi er töluvert dýrari en samsvarandi vinnsla af möl í veg. Þegar verið er að rífa hús er það hinsvegar lítill viðbótarkostnaður að vinna steypumulning úr steypunni og sé hægt að
selja hann þá er það hagkvæmt. Loks eru ræddir framtíðarmöguleikar á að nota endurunna steypu í mannvirkjagerð á Íslandi. Til að stuðla að notkun endurunninnar steypu sem burðarlagsefnis á Íslandi er eindregið mælt með gerð tilraunarvegakafla.
Børge Johannes Wigum, Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, Edda Lilja Sveinsdóttir, Helgi Hauksson, Guðni Jónsson, Halla Jónsdóttir, Aron Jóhannsson og Bryndís Skúladóttir
Byggingarúrgangur á Íslandi. Gagnagrunnur og umhverfismat