PDF · maí 2001
Losun gróður­húsaloft­tegunda frá samgöng­um

Skýrsla þessi er tekin saman í því skyni að vera umræðugrundvöllur og drög til frekari stefnumörkunar í losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Í framhaldi af framkvæmdaáætlun vegna rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skipaði samgönguráðherra sérstakan starfshóp 1997 til að koma í framkvæmd stefnumiðum samgönguráðuneytisins varðandi takmörkun á útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Vorið 1998 gaf starfshópurinn út skýrslu þar sem lagt er mat á ástandið eins og það var árin 1990 og 1996 og þar sem gerð var grein fyrir líklegri þróun næstu ára. Skýrsla sú sem hér lítur dagsins ljós er framhald þeirrar vinnu en umfjöllunin nú er mun ítarlegri, auk þess sem horft er til lengri tíma og tekið mið af þeim alþjóðlegu áherslum sem fram hafa komið undanfarin ár. Töluverð vinna var lögð í að fjalla um líklega þróun næstu ár og áratugi og hvaða aðgerðir væru vænlegastar til að ná markmiðum stjórnvalda.

Höfundur

Hreinn Haraldsson, Jóhann Guðmundsson, Rúnar Guðjónsson

Skrá

grodurhusaahrif2.pdf

Sækja skrá

Losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum