PDF · Útgáfa NR-1800-1018 — mars 2025
Götukapp­akst­ursbraut innan höfuð­borgar­svæð­isins – Raun­hæfur mögu­leiki

Áhugi á tímabundnum akstursíþróttakeppnum í borgum, sérstaklega Formúlu 1 og Formúlu E, hefur aukist á undanförnum árum. Markmið viðburðanna er að auka aðdáendahóp akstursíþróttarinnar með því að færa viðburðinn nær íbúum. Slíkir viðburðir geta verið hvati til breytinga í borgarskipulagi. Viðfangsefnið er mikilvægt þar sem það fjallar um samspil tímabundinna akstursíþróttaviðburða og skipulagsmála. Þessir viðburðir eru bæði tækifæri og áskoranir fyrir borgirnar. Tækifærin geta falist í möguleikum á enduruppbyggingu á borgarsvæðum og eflingu ferðaþjónustu en áskoranirnar snúa að umferðaröryggi og truflunum á daglegu lífi íbúa. Þrátt fyrir aukinn áhuga á rannsóknum á áhrifum kappakstursviðburða á borgir, hefur samspil þeirra við borgarskipulag verið lítið rannsakað. Markmið verkefnisins er að greina tækifæri og áskoranir götukappakstursbrautar á höfuðborgarsvæðinu. Skoðað er hvort, og þá hvar, mögulegt er að koma upp götukappakstursbraut á höfuðborgarsvæðinu og hver tækifæri og neikvæð áhrif slíkrar framkvæmdar eru á nærliggjandi samfélag. Verkefnið byggir á eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum þar sem heimildavinna og viðtalsrannsóknir voru notaðar til að greina tækifæri og neikvæð áhrif götukappakstursbrauta. Viðmið og kröfur Alþjóðlega akstursíþróttasambandsins (FIA) fyrir kappakstursbrautir voru greind með sérstaka áherslu á þætti sem tengjast borgarumhverfi. Viðmiðin voru síðan notuð til að greina þrjá staði (kosti) á höfuðborgarsvæðinu sem gætu hentað fyrir götukappakstursbraut.

Skjámynd 2025-07-28 112920
Höfundur

Hugrún Harpa Björnsdóttir

Verkefnastjóri

Dr. Harpa Stefánsdóttir, Erna Bára Hreinsdóttir

Skrá

nr_1800_1018_gotukappakstursbraut-innan-hofudborgarsvaedisins-raunhaefur-moguleiki.pdf

Sækja skrá

Götukappakstursbraut innan höfuðborgarsvæðisins – Raunhæfur möguleiki