Þessi skýrsla var unnin fyrir hönd Rannsóknarráðs umferðaröryggismála (RANNUM).
Með þessari skýrslu er ætlunin að samræma kostnaðartölur umferðarslysa miðað við alvarleika og er von höfunda að niðurstöður þessa verks ýti undir að mismunandi aðilar noti sömu tölur.
Kostnaði vegna umferðarslysa má skipta í samfélagsleg slysaútgjöld og persónulegt slysatjón. Samfélagsleg slysaútgjöld eru útgjöld sem falla beint á samfélagið, t.d. í formi löggæslu og læknisþjónustu en persónulegt slysatjón er tjón sem slysþolar og aðstandendur verða fyrir og er það að talsverðu leyti huglægt.
Línuhönnun verkfræðistofa, Unnið af Guðbjörgu Lilju Erlendsdóttur, Haraldi Sigþórssyni og Þórólfi Nielsen
Kostnaður umferðarslysa eftir alvarleika