PDF · Útgáfa NR-1800-975 — mars 2025
Lífbindi­efni í þjál­bik 2024

Colas Ísland hefur undanfarin ár leitað leiða til að minnka umhverfisáhrifin af sinni starfsemi. Eitt af því sem fyrirtækið hefur skoðað er hvernig má gera þjálbik
umhverfisvænna. Þjálbik er notað í klæðingar og er blanda af mjúku biki (stungudýpt 160/220), viðloðunarefni og 6,5% etýl ester. Bik sem notað er í vegagerð er unnið úr
jarðolíu þar sem bensín, dísel og aðrar léttolíur eru eimaðar frá þar til bikleifin í botninum situr eftir. Vegna breytinga á eimingartækni er að verða minna framboð af
mjúku biki til vegagerðar. Það er því nauðsynlegt að aðlagast þessum yfirvofandi breytingum og leita leiða til að mýkja hart bik. Colas hefur prófað notkun á lífbindiefnum
(bio-binders) sem er hliðarafurð landbúnaði og skógrækt eða unnar úr grænmetisolíum. Lífbindiefni eru með neikvætt kolefnisspor vegna þess að efnið hefur á líftíma sínum bundið meira kolefni en losnar við framleiðslu þess. Hér er ekki verið að tala um kolefnishlutleysingu með því að planta trjám eftir á. Með því að blanda lífbindiefni við bik er því hægt að búa til kolefnishlutlaus bindiefni og auk þess minnka biknotkun. Colas Ísland hefur, í samstarfi við móðurfélag sitt í Frakklandi, gert tilraunir á notkun
lífbindiefna í malbik. Út frá því verkefni kviknaði sú hugmynd hvort hægt væri að nota lífbindiefni til að framleiða þjálbik og þar með lækka kolefnisspor þjálbiksins, án þess að það hafi áhrif á gæðin. Árið 2023 fékk Colas styrk úr Rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar til að gera prófanir á rannsóknarstofu á þjálbiki með tveimur mismunandi lífbindiefnum. Niðurstöður prófana gáfu mjög góða raun og fékkst styrkur árið 2024 til að gera stórskala prófun með því að leggja klæðingu með þjálbik með lífbindiefni.

Skjámynd 2025-07-28 142011
Höfundur

Björk Úlfarsdóttir, Sigurrós Arnardóttir

Skrá

nr_1800_975_lifbindiefni-i-thjalbik-2024.pdf

Sækja skrá

Lífbindiefni í þjálbik 2024