Loka hefur þurft veginum um Hellisheiði nokkrum sinnum það sem af er ári. Í myndbandinu sem tekið var upp vikuna 7. til 11 febrúar 2022 er rætt við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing, Grétar Einarsson verkstjóra á Suðursvæði Vegagerðarinnar og Helga Björnsson vélamann. Oft getur gert mikla snjókomu á heiðinni svo fyrir safnast nokkura metra háir skaflar. Þar sem umferðin um heiðina er mikil, tíu til fjórtán þúsund bílar á sólarhring, getur verið vandasamt að halda heiðinni opinni þannig að gætt sé fyllsta öryggis. Fastir bílar geta tafið mjög fyrir opnun vegarins þegar veður gengur niður.