Útboðsnúmer 25-087
Yfir­lagn­ir á Austur­svæði 2025, malbik og malbiksvið­gerð­ir

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst júlí 2025
    • 2Opnun tilboða júlí 2025
    • 3Samningum lokið

Yfirlagnir á Austursvæði 2025, malbik og malbiksviðgerðir

10. júlí 2025Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út yfirlagnir með malbiki og blettaviðgerðir á malbikuðum slitlögum á vegum á Austursvæði árið 2025.

Helstu magntölur eru áætlaðar:
Yfirlagnir
8.900 m2
Gróffræsing (fræsing lása)
150 m2
Malbiksviðgerðir / blettaviðgerðir
200 m2

Verklok eru 15. september 2025.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign  frá og með fimmtudeginum 10. júlí 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 22. júlí 2025.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.


22. júlí 2025Opnun tilboða

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Malbikun Akureyrar, Akureyri
84.135.000
126,4
14.637.000
Malbikun Norðurlands, Akureyri
69.498.000
104,4
0
Áætlaður verktakakostnaður
66.580.085
100,0
2.917.915