Yfirlagnir á Austursvæði 2025, malbik og malbiksviðgerðir
Vegagerðin býður hér með út yfirlagnir með malbiki og blettaviðgerðir á malbikuðum slitlögum á vegum á Austursvæði árið 2025.
Yfirlagnir | 8.900 m2 |
Gróffræsing (fræsing lása) | 150 m2 |
Malbiksviðgerðir / blettaviðgerðir | 200 m2 |
Verklok eru 15. september 2025.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með fimmtudeginum 10. júlí 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 22. júlí 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Malbikun Akureyrar, Akureyri | 84.135.000 | 126,4 | 14.637.000 |
Malbikun Norðurlands, Akureyri | 69.498.000 | 104,4 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 66.580.085 | 100,0 | 2.917.915 |