Útboðsnúmer 25-072
Vatns­dals­vegur (722), Hring­vegur – Flaga

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst júlí 2025
    • 2Opnun tilboða ágúst 2025
    • 3Samningum lokið

Vatnsdalsvegur (722), Hringvegur – Flaga

28. júlí 2025Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út endurbætur á Vatnsdalsvegi (722) frá vegamótum við Hringveg að landi Flögu,  heildarlengd útboðskaflans er um 9,0 km.

Verkið felst í endurbyggingu á núverandi vegi, gerð styrktar- og burðarlaga sem og lagningu bundins slitlags. Núverandi vegur er jafnframt breikkaður. Innifalið í verkinu er gerð vegtenginga og allur frágangur annar í samræmi við teikningar og verklýsingar.

Verkinu er skipt upp í verkhluta, helstu magntölur í verkhlutum eru:
Bergskeringar í námu 
25.000 m3 
Bergskeringar í vegsvæði 
4.700 m3 
Fyllingar 
33.000 m3 
Fláafleygar 
30.500 m3 
Ræsalögn  
783 m 
Styrktarlag
40.500 m3 
Burðarlag
14.100 m3 
Tvöföld klæðing 
67.000 m2 
Grjótvörn 
900 m3 
Vegrið
770 m

Verklok eru 15. október 2027.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent rafrænt í útboðskerfinu TendSign  frá og með mánudeginum 28.  júlí 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn  14. ágúst 2025.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.


14. ágúst 2025Opnun tilboða

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Steypustöð Skagafjarðar ehf., Sauðárkróki
727.034.000
102,0
174.912.750
Áætlaður verktakakostnaður
713.050.135
100,0
160.928.885
Borgarverk ehf., Borgarnesi
649.241.750
91,1
97.120.500
Stórverk ehf., Þorlákshöfn
588.402.600
82,5
36.281.350
Þróttur ehf., Akranes
586.487.171
82,3
34.365.921
VBF Mjölnir ehf., Selfossi
552.121.250
77,4
0