Vatnsdalsvegur (722), Hringvegur – Flaga
Vegagerðin býður hér með út endurbætur á Vatnsdalsvegi (722) frá vegamótum við Hringveg að landi Flögu, heildarlengd útboðskaflans er um 9,0 km.
Verkið felst í endurbyggingu á núverandi vegi, gerð styrktar- og burðarlaga sem og lagningu bundins slitlags. Núverandi vegur er jafnframt breikkaður. Innifalið í verkinu er gerð vegtenginga og allur frágangur annar í samræmi við teikningar og verklýsingar.
Bergskeringar í námu | 25.000 m3 |
Bergskeringar í vegsvæði | 4.700 m3 |
Fyllingar | 33.000 m3 |
Fláafleygar | 30.500 m3 |
Ræsalögn | 783 m |
Styrktarlag | 40.500 m3 |
Burðarlag | 14.100 m3 |
Tvöföld klæðing | 67.000 m2 |
Grjótvörn | 900 m3 |
Vegrið | 770 m |
Verklok eru 15. október 2027.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent rafrænt í útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 28. júlí 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 14. ágúst 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Steypustöð Skagafjarðar ehf., Sauðárkróki | 727.034.000 | 102,0 | 174.912.750 |
Áætlaður verktakakostnaður | 713.050.135 | 100,0 | 160.928.885 |
Borgarverk ehf., Borgarnesi | 649.241.750 | 91,1 | 97.120.500 |
Stórverk ehf., Þorlákshöfn | 588.402.600 | 82,5 | 36.281.350 |
Þróttur ehf., Akranes | 586.487.171 | 82,3 | 34.365.921 |
VBF Mjölnir ehf., Selfossi | 552.121.250 | 77,4 | 0 |