Útboðsnúmer 25-035
Vara­aflgjafar (UPC) fyrir jarð­göng

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst mars 2025
    • 2Opnun tilboða maí 2025
    • 3Samningum lokið

31. mars 2025Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út innkaup á varaaflgjöfum fyrir jarðgöng.

Um er að ræða þriggja fasa varaaflgjafa og skal útgangsafl þeirra að lágmarki vera 20 kVA og 40 kVA. Rafhlöður skulu tryggja virknitíma í a.m.k. 4 klst. miðað við áætlaða aflþörf.

Varaaflgjafarnir skulu vera gerðir fyrir a.m.k. 20 kVA og 40 kVA útgangsafl með 3×400 V spennu á inngangi og 3×400 V spennu á útgangi.

Varaaflgjafarnir skulu vera af On-line gerð með innbyggðum static-bypass rofa með I2s að lágmarki 40000 og innbyggðri vörn á static-bypass rofa sem passar fyrir uppgefið afl sem varaaflgjafinn er framleiddur fyrir.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum 31. mars 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 6. maí 2025.

Ekki verður haldin sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og verðtilboð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.


6. maí 2025Opnun tilboða

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
MD Vélar ehf, Reykjavík
66.045.768
137,0
35.309.506
Origo hf., Reykjavík
49.747.400
103,2
19.011.138
Áætlaður verktakakostnaður
48.200.000
100,0
17.463.738
Johan Rönning hf., Reykjavík
39.373.130
81,7
8.636.868
Nordata ehf, Reykjavík
35.236.049
73,1
4.499.787
Reykjafell hf., Rekjavík
32.266.281
66,9
1.530.019
Opin kerfi hf., Reykjavík
30.736.262
63,8
0