Þurrfræsing, styrking og endurbætur á Hringvegi í Öræfum
Vegagerðin býður hér með út breikkun vegar með þurrfræsingu, útlögn burðarlagsefnis og tvöfalda klæðingu á Hringvegi á Breiðamerkur- og Skeiðarársandi.
Styrktarlag | 3.700 m3 |
Burðarlag | 2.400 m3 |
Þurrfræsing | 60.528 m2 |
Tvöföld klæðing | 60.528 m2 |
Frágangur fláa | 40.000 m2 |
Verklok eru 15. september 2025.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 20. júní 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 2. júlí 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Áætlaður verktakakostnaður | 179.243.325 | 100,0 | 54.587.545 |
Borgarverk ehf., Borgarnesi | 147.870.178 | 82,5 | 23.214.398 |
VBF Mjölnir ehf., Selfossi | 124.655.780 | 69,5 | 0 |