Útboðsnúmer 25-089
Þurr­fræs­ing á Norður­svæði 2025, Hring­vegur, við Ljósa­vatns­skarð í Þing­eyjar­sýslu og Hjalta­dal í Skaga­firði

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst júlí 2025
    • 2Opnun tilboða júlí 2025
    • 3Samningum lokið

Þurrfræsing á Norðursvæði 2025, Hringvegur, við Ljósavatnsskarð í Þingeyjarsýslu og Hjaltadal í Skagafirði

8. júlí 2025Útboðsauglýsing

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í þurrfræsingu  og tvöfalda klæðingu á vegum á Norðursvæði 2025.

Um er að ræða annars vegar fræsingu á núverandi slitlagi/burðarlagi, akstur og útlögn á burðarlagi og tvöfalda klæðingu. Samhliða fræsingu skal jafna hæðarlegu og þverhalla vegarins. Fræsingarkaflar eru staðsettir í Ljósavatnsskarði Þingeyjarsýslu og Hjaltadal Skagafirði. Vakin er athygli á að verktaki skal leggja til burðarlagsefni 0/22mm og steinefni í klæðingu 8/16, 11/16 og 8/11 mm, komið á verkstað.

Helstu magntölur eru áætlaðar:
Burðarlagsefni 0/22 mm     
3.760 m³
Þurrfræsing
50.000 m2
Klæðingarefni
1.400 m³
Klæðingarefni 8/16
790 m³
Klæðingarefni 11/16
310 m³
Klæðingarefni 8/11
290 m³
Tvöföld klæðing
49.000 m2

Verklok eru 1. september 2025.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign  frá og með þriðjudeginum 8. júlí 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 22. júlí 2025.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.


22. júlí 2025Opnun tilboða

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Áætlaður verktakakostnaður
154.067.392
100,0
15.952.371
Klæðning ehf., Sauðárkróki
152.042.460
98,7
13.927.439
Borgarverk ehf., Borgarnesi
138.115.021
89,6
0