Vegagerðin býður hér með út þjónustu og viðhald veglýsingar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Um er að ræða almenna þjónustu og viðhald á veglýsingarkerfinu, niðurtekt og uppsetningu lampa, peruskipti, stauraskipti og stauraréttingar og fleira.
Gildistími samnings er til 30. apríl 2028. Heimild er til framlengingar samnings í allt að tvö ár með samþykki beggja aðila, eitt ár í senn.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 28. febrúar 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 1. apríl 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Áætlaður verktakakostnaður | 135.547.000 | 100,0 | 60.776.077 |
Ljóstvistar ehf., Reykjavík | 109.855.450 | 81,0 | 35.084.527 |
Rafal ehf., Hafnarfirði | 99.900.000 | 73,7 | 25.129.077 |
Bergraf ehf., Reykjanesbæ | 74.770.923 | 55,2 | 0 |