Suðureyri – Grjótgarður og dýpkun 2025
Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í verkið “ Suðureyri – grjótgarður og dýpkun 2025”.
Í verkinu felst lenging skjólgarðs um 27 m og stækkun hafnarkvíar þar sem upptekt er nýtt til landfyllingar sem verður grjótvarin.
Grjót úr námu á Ísafirði um | 400 m3 |
Upptekt og endurnýting grjóts, sprengds kjarna og fyllingarefnis um | 7.400 m3 |
Dýpkun frá landi um | 3.200 m3 |
Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. mars 2026.
Útboðsgögn eru afhent rafrænt í TendSign útboðskerfinu. Afhending gagnanna er án endurgjalds, frá og með þriðjudeginum 29. júlí 2025.
Tilboði skal skila rafrænt í TendSign útboðskerfinu fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. ágúst 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu, heildartilboðsupphæð og hvort tilboð sé sett fram sem frávikstilboð.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Flakkarinn ehf., Brjánslæk | 52.606.557 | 134,4 | 7.269.557 |
Þotan ehf., Bolungarvík | 50.153.400 | 128,1 | 4.816.400 |
Grjótverk, Ísafirði | 45.337.000 | 115,8 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 39.143.400 | 100,0 | 6.193.600 |