Vegagerðin býður hér með út gerð strætóstöðva í Fossvogi ásamt færslu og lengingar fráreinar
af Hafnarfjarðarvegi (40-01) að Suðurhlíð. Gera skal stíga að strætóstöðvum, þverun stígs á
Suðurhlíð og þrengja syðsta hluta Suðurhlíðar. Aðlaga skal hljóðmön vegna færslu fráreinar,
aðlaga fláa og ganga frá landmótun vegna afvötnunar stíga og gatna.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 18. október 2023.
Tilboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með þriðjudeginum 13. júní 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 27. júní 2023.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign
Helstu magntölur | |
Skeringar | 4.900 m³ |
Fyllingar | 1.600 m³ |
Styrktar- og burðarlagsefni úr námum | 2.800 m³ |
Malbik | 2.700 m2 |
Hellulögn | 430 m2 |
Kantsteinar | 680 m |
Vegrið | 90 m |
Yfirborðsfrágangur fláa og landmótun | 4.500 m² |
Opnun tilboða 27. júní 2023. Gerð strætóstöðva í Fossvogi ásamt færslu og lengingar fráreinar af Hafnarfjarðarvegi (40-01) að Suðurhlíð. Gera skal stíga að strætóstöðvum, þverun stígs á Suðurhlíð og þrengja syðsta hluta Suðurhlíðar. Aðlaga skal hljóðmön vegna færslu fráreinar, aðlaga fláa og ganga frá landmótun vegna afvötnunar stíga og gatna.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 18. október 2023.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Stéttafélagið ehf., Hafnarfirði | 148.629.800 | 126,6 | 5.629.800 |
Gleipnir verktakar ehf., Reykjavík | 143.000.000 | 121,8 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 117.386.500 | 100,0 | 25.613.500 |