Útboðsnúmer 25-074
Smiðju­sel 1, Fella­bæ – Viðhald og endur­bætur

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst júlí 2025
    • 2Hætt við útboð Opnun tilboða
    • 3Hætt við útboð Samningum lokið

Smiðjusel 1, Fellabæ – Viðhald og endurbætur

22. júlí 2025Útboðsauglýsing

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í breytingar og viðhaldi á byggingum þjónustustöðvar sinnar í Fellabæ í Múlaþingi.

Verkefnið felst í meginatriðum í eftirfarandi:

Starfsstöðin samanstendur í dag af tveimur matshlutum. Matshluti 1 er 181,7 fermetra plötuklædd birgðageymsluskemma á einni hæð.

Matshluti 2 er 238,2, fermetra timburklædd stálgrindarskemma sem samanstendur af vélasal og skrifstofum /starfsmannaaðstöðu á tveimur hæðum.

Tengja skal matshlutana saman með 52,6 fermetra viðbyggingu á tveimur hæðum. Viðbyggingin inniber lóðréttar tengingar, með opnum stálstiga, skrúflyftu og anddyri. Viðbyggingin er byggð úr timburgrind sem stendur á staðsteyptum sökkli og botnplötu. Þak stálgrindarskemmu er hefðbundið timburþak sem framlengist yfir viðbyggingu í sama fleti. Klæða á útveggi viðbyggingar með loftræstri álklæðningu. Gluggar eru ál/timbur gluggar.

Endurinnrétta skrifstofu og starfsmannahluta matshluta 2. Rífa og farga þarf öllum núverandi innréttingum, gólfefnum, innveggjum, stiga og loftræsisamstæðu. Fjarlægja þarf öll gólfefni. Reisa þarf nýja veggi, plötuklæða að innan útveggi og loft, loka nokkrum gluggaopum og hurðagötum, flísaleggja alla neðri hæð starfsmannaaðstöðu, teppaleggja efri hæð, mála veggi, ásamt því að endurnýja raflögn og pípulögn húshlutans.

Smíða timburtröppur og handrið í birgðageymslu sem tengir hana við gólf viðbyggingar.

Ganga frá lóð beggja vegna viðbyggingar með skábraut með stálhandriði, snjóbræddri hellulögn, þrepum til að jafna hæðarmun auk sorptunnugerðis.

Smíða og ganga frá stálsvölum af efri hæð í kverk norðurhliðar viðbyggingar og vesturhlið þjónustuhúss.

Verklok eru 8. maí 2026.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent rafrænt útboðskerfinu TendSign frá og með miðvikudeginum 23. júlí 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 19. ágúst 2025.

Ekki verður haldin sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og verðtilboð.