Skagavegur (745), Harrastaðir – Brunanáma
Vegagerðin býður hér með út ný- og endurbyggingu Skagavegar á um 7 km kafla auk nýbyggingar á um 0,7 km kafla á Brekknavegi. Um er að ræða endurbyggingu núverandi vegar að mestu leiti fyrir utan færslu á veglínu, um 500 m. norðan við bæinn Hof. Einnig felst í verkinu færsla tengingar Brekknavegar (7425) og nýbygging hans á um 700 m kafla.
Bergskeringar í vegstæði | 1.200m3 |
Fyllingar | 70.450 m3 |
Fyllingar í farg | 5.800 m3 |
Fláafleygar | 29.780 m3 |
Ræsalögn | 470 m |
Ristarhlið | 1 stk. |
Styrktarlag | 28.850 m3 |
Burðarlag | 10.980 m3 |
Klæðing | 1.380 m3 |
Girðingar | 5.440 m |
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. september 2027.
Útboðsgögn eru afhent rafrænt í TendSign útboðskerfinu. Afhending gagnanna er án endurgjalds, frá og með þriðjudeginum 27. janúar 2026.
Tilboði skal skila rafrænt í TendSign útboðskerfinu fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 10. febrúar 2026.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.