Útboðsnúmer 25-091
Sauð­árkrókur – Útgarð­ur, brim­vörn 2025

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst júlí 2025
    • 2Opnun tilboða ágúst 2025
    • 3Samningum lokið

Sauðárkrókur – Útgarður, brimvörn 2025

23. júlí 2025Útboðsauglýsing

Hafnarsjóður Skagafjarðar óskar eftir tilboðum í verkið “ Sauðárkrókur – Útgarður, brimvörn 2025”.

Um er að ræða nýnan 300 m langan brimvarnargarð norðaustan við Norðurgarð í Sauðárkrókshöfn ásamt upptekt úr sandfangara á um 90 m kafla.

Helstu magntölur:
Flokkað grjót um
40.000 m3
Sprengdur kjarni um
80.000 m3
Upptekt og endurröðun á grjóti um 
1.200 m3

Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. apríl 2027.

Útboðsgögn eru afhent rafrænt í TendSign útboðskerfinu. Afhending gagnanna er án endurgjalds, frá og með fimmtudeginum 24. júlí 2025.

Tilboði skal skila rafrænt í TendSign útboðskerfinu fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. ágúst 2025.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu, heildartilboðsupphæð og hvort tilboð sé sett fram sem frávikstilboð.


12. ágúst 2025Opnun tilboða

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Steypustöð Skagafjarðar ehf., Sauðárkróki
1.253.925.957
171,9
563.993.542
Suðurverk hf., Kópavogur
767.098.762
105,2
77.166.347
Áætlaður verktakakostnaður
729.487.100
100,0
39.554.685
Víðimelsbræður ehf., Varmahlíð
689.932.415
94,6
0