Sauðárkrókur – Útgarður, brimvörn 2025
Hafnarsjóður Skagafjarðar óskar eftir tilboðum í verkið “ Sauðárkrókur – Útgarður, brimvörn 2025”.
Um er að ræða nýnan 300 m langan brimvarnargarð norðaustan við Norðurgarð í Sauðárkrókshöfn ásamt upptekt úr sandfangara á um 90 m kafla.
Flokkað grjót um | 40.000 m3 |
Sprengdur kjarni um | 80.000 m3 |
Upptekt og endurröðun á grjóti um | 1.200 m3 |
Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. apríl 2027.
Útboðsgögn eru afhent rafrænt í TendSign útboðskerfinu. Afhending gagnanna er án endurgjalds, frá og með fimmtudeginum 24. júlí 2025.
Tilboði skal skila rafrænt í TendSign útboðskerfinu fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. ágúst 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu, heildartilboðsupphæð og hvort tilboð sé sett fram sem frávikstilboð.