Útboðsnúmer 22-018
Reykja­nesbraut (41), Krýsu­víkur­vegur-Hvassa­hraun. Eftir­lit og ráðgjöf

31 mars 2022Útboðsauglýsing

Vegagerðin og Hafnarfjörður óska eftir tilboðum í eftirlit og ráðgjöf með framkvæmdum við breikkun Reykjanesbrautar (41) á um 5,6 km kafla frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Verkið felst í tvöföldun vegarins, gerð mislægra vegamóta og vegtenginga ásamt undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi umferð. Innifalið í verkinu er m.a. færsla og endurnýjun lagna, frágangur veglýsingar og gerð vigtarplans.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Verklok framkvæmdarinnar eru áætluð á fyrri hluta árs 2025.

 

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með fimmtudeginum 31. mars 2022 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn  3 maí 2022.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Þriðjudaginn 10. maí 2022 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð bjóðenda.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.


3 maí 2022Opnun tilboða

Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í eftirlit og ráðgjöf vegna endurbyggingar og breikkunar Reykjanesbrautar (41) á um 5,6 km kafla frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Verkið felst í tvöföldun vegarins, gerð mislægra vegamóta og vegtenginga ásamt undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi umferð. Innifalið í verkinu er m.a. færsla og endurnýjun lagna, frágangur veglýsingar og gerð vigtarplans. Verklok framkvæmdarinnar eru áætluð á fyrri hluta árs 2025. Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Eftirtaldir lögðu fram tilboð fyrir lok tilboðsfrests:

Bjóðandi
VSÓ ráðgjöf, ehf., Reykjavík
Mannvit hf, Kópavogur
Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík

8 mars 2023Samningum lokið

Hnit verkfræðistofa hf.,Reykjavík
kt. 5105730729