Ólafsvík – Norðurbakki, lenging 2025
Hafnarstjórn Snæfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið Ólafsvík – Norðurbakki, lenging 2025.
Byggja um 148 m fyrirstöðugarð úr sprengdum kjarna um 21.000 m³, ásamt upptekt og endurröðun á núverandi grjótfláa, um 90 m eða 1.700 m³. |
Þilskurður fyrir stálþilrekstur, um 100 m |
Reka niður 91 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð AZ24-700 og ganga frá stagbitum og stögum, jarðvinna, uppúrtekt, fylling og þjöppun. |
Steypa um 123 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum |
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. maí 2026.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 5. maí 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 20. maí 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Borgarverk ehf., Borgarnesi | 487.119.329 | 143,6 | 31.696.710 |
Sjótækni ehf., Tálknafirði | 474.589.000 | 139,9 | 19.166.381 |
Hagtak hf., Hafnarfirði | 455.422.619 | 134,3 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 339.126.000 | 100,0 | 116.296.619 |