Útboðsnúmer 25-090
Malbiks­fram­kvæmd­ir á Norður­svæði 2025

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst júlí 2025
    • 2Opnun tilboða júlí 2025
    • 3Samningum lokið

Malbiksframkvæmdir á Norðursvæði 2025

21. júlí 2025Útboðsauglýsing

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í malbikun,  malbiksviðgerðir og þurrfræsingu  á vegum á Norðursvæði 2025.

Um er að ræða þurrfræsingu og malbikun á Hlíðarfjallsvegi.  Yfirlögn með malbiki í Bakkaselsbrekku, á Blönduósi og við Laxá Þingeyjarsveit.  Gróffræsun á malbiki og yfirlögn  ásamt viðgerðum á Akureyri. Verktaki leggur til allt malbik og burðarlagsefni 0/22mm í styrkingar Hlíðarfjallsvegi,  áætluð þykkt burðarlags 10 cm. Gera má ráð fyrir einhverjum breytingum.

Helstu magntölur eru áætlaðar:
Þurrfræsing Hlíðarfjallsvegi 
6.160 m²
Burðarlagsefni 0/22 
620 m³
Slitlagsmalbik Hlíðarfjallsvegi á möl 60mm  
6.160 m²
Slitlagsmalbik Bakkaselsbrekku 60mm    
29.000 m²
Malbiks viðgerðir á Akureyri 
100 m²
Gróffræsun og malbikun 45mm á Akureyri 
1.100 m²
Malbikun 45mm á Blöfnuósi
3000 m²
Malbikun 45mm við Laxá Þingeyjarsveit
630 m²

Verklok eru 15. september 2025.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafrænt í útboðskerfinu TendSign  frá og með mánudeginum 21.  júlí 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn  31. júlí 2025.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.


31. júlí 2025Opnun tilboða

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Colas Ísland ehf., Hafnarfirði
368.751.285
129,9
13.803.035
Malbikun Akureyrar og Malbikun Norðurlands, Akureyri
354.948.250
125,1
0
Áætlaður verktakakostnaður
283.788.042
100,0
71.160.208