Útboðsnúmer 25-113
Kjalar­nes, sjóvörn 2026

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst desember 2025
    • 2Opnun tilboða
    • 3Samningum lokið

Kjalarnes, sjóvörn 2026

2. desember 2025Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út verkið „Kjalarnes, sjóvörn 2026.” Um er að ræða endurbyggingu og styrkingu sjóvarnar meðfram Hringvegi (1) þar sem hann liggur við Hofsvík á Kjalarnesi.

Helstu magntölur:
Lengd sjóvarnar, 570 m
Flokkað grjót og sprengdur kjarni, um 10.500 m3
Upptekt og endurröðun grjóts, um 3.000 m3

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní 2026.

Útboðsgögn eru afhent rafrænt í TendSign útboðskerfinu. Afhending gagnanna er án endurgjalds, frá og með þriðjudeginum 2. desember 2025.

Tilboði skal skila rafrænt í útboðskerfinu fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 16. desember 2025.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.