Útboðsnúmer 24-073
Akur­eyri, sjóvarn­ir 2024

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst maí 2024
    • 2Opnun tilboða júní 2024
    • 3Samningum lokið

27 maí 2024Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út gerð tveggja sjóvarna á Akureyri. Verkið felst í endurbyggingu og hækkun á 85 m langri sjóvörn suður af Ísbryggju á Akureyri um 0,5 m og endurbyggingu og hækkun á 150 m langri sjóvörn norður af Tangabryggju á Akureyri um 1,0 m. Heildarlengd er 235m.

Helstu magntölur:

  • Útlögn grjóts og sprengds kjarna um 3.000 m3

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. nóvember 2024.

Tilboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum 27. maí 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 11. júní 2024.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign


11 júní 2024Opnun tilboða

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Skútaberg ehf., Akureyri
27.039.900
145,1
1.211.442
D75 ehf., Akureyri
25.828.458
138,6
0
Áætlaður verktakakostnaður
18.637.800
100,0
7.190.658