Akranes, sjóvarnir 2025
Vegagerðin býður hér með út verkið „Akranes, sjóvarnir 2025.” Um er að ræða sjóvarnir á tveimur stöðum á Akranesi: 30 m lenging sjóvarnar við dæluhúsið á Ægisbraut og hækkun og styrking sjóvarnar á 200 m löngum kafla á sjóvörn við Krókalón.
Heildarlengd sjóvarna er um 230 m, flokkað grjót og kjarni, samtals um 2.300 m³.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. mars 2026.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með þriðjudeginum 30. september 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 14. október 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
| Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
|---|---|---|---|
Ístak hf., Mosfellsbær | 75.572.410 | 347,0 | 48.360.142 |
Borgarverk ehf., Borgarnesi | 28.317.400 | 130,0 | 1.105.132 |
Þróttur ehf., Akranes | 27.212.268 | 125,0 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 21.776.600 | 100,0 | 5.435.668 |