Um Skjálf­andafljót í Kinn

  • TegundBrýr
  • StaðaKynningargögn
  • Markmið
      Jákvæð byggðaþróunÖruggar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      8. Góð atvinna og hagvöxtur9. Nýsköpun og uppbygging
  • Flokkar
      Í matsferliUndirbúningurVegirBrú
  • Svæði
    • Norðurland

Vegagerðin fyrirhugar framkvæmdir á Norðausturvegi (85) í Kaldakinn, Þingeyjarsveit. Um er ræða endur- og nýbyggingu á 9-10 km löngum kafla milli Torfuness í Kaldakinn og Tjarnar í Aðaldal.

Í framkvæmdinni felst, auk vegagerðar, bygging nýrra brúa á Rangá og Skjálfandafljót auk færslu vegamóta Norðausturvegar (85) og Aðaldalsvegar (845) við Tjörn í Aðaldal.

Nýr Norðausturvegur (85) um Kinn verður um 1,2 – 2,5 km styttri en núverandi vegur, háð vali á veglínu.

Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi vegfarenda og tryggja greiðari samgöngur á svæðinu. Þeim markmiðum verður náð með því að stytta vegalengdir á Norðausturvegi (85) um Skjálfandafljót, laga og afmá krappar beygjur á kaflanum, gera hliðarsvæði aflíðandi, byggja tvíbreiðar brýr í stað einbreiðra og koma fyrir vegriðum þar sem þeirra er þörf.

Með nýjum tvíbreiðum brúm á Rangá og Skjálfandafljóti í Kaldakinn, auk nýs vegar mun umferðaröryggi aukast til mikilla muna og umferð um svæðið verða greiðari en hún er nú.

Kanna þurfti matsskyldu framkvæmdarinnar samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Fyrirhuguð framkvæmd var tilkynnt til Skipulagsstofnunar þann 5. janúar 2024 samkvæmt 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, viðauka 1, lið 10.08 og viðauka 2. tölulið 2iiic. Ákvörðun Skipulagsstofnunar barst þann 14. maí 2024 með þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð framkvæmd kynni að hafa umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, og því skyldi hún háð mati á umhverfisáhrifum. Matsáætlun fyrirhugaðrar framkvæmdar hefur verið send í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar þar sem hún verður til kynningar frá 10. október 2024 – 11. nóvember 2024. Á þeim tíma gefst almenningi kostur á að skila inn umsögnum um matsáætlunina.

Ýtarlegri upplýsingar um framkvæmdina má finna í meðfylgjandi matsáætlun og teikningum. Sjá einnig útgefin kynningargögn um framkvæmdina.