Sunda­braut

  • TegundVegir
  • StaðaUmhverfismat
  • Verktími2026–2031
  • Markmið
      Greiðar samgöngurJákvæð byggðaþróunÖruggar samgöngurUmhverfislega sjálfbærar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      3. Heilsa og vellíðan8. Góð atvinna og hagvöxtur9. Nýsköpun og uppbygging11. Sjálfbærar borgir og samfélög
  • Flokkar
      Í matsferliStofnvegirVegirVegstytting
  • Svæði
    • Höfuðborgarsvæðið

Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg áformar lagningu Sundabrautar á milli Sæbrautar og Kjalarness. Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta á svæðinu, stytta vegalengdir og bæta tengingar á milli svæða.

Vinna við frumdrög stendur yfir. Umhverfismatsskýrslu var skilað til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og var aðgengileg í Skipulagsgáttinni til 30. nóvember sl. en síðustu misserin var unnið  að umhverfismati valkosta, til að tryggja að Sundabraut verði byggð með lágmarks áhrifum á umhverfi og náttúru og að allir valkostir séu metnir bæði með tilliti til umferðar, öryggis og sjálfbærni. Haldnir voru sex opnir kynningarfundir þar sem farið var yfir helstu niðurstöður umhverfismatsskýrslunnar.

Sundabraut verður stórt og mikilvægt framfaraskref í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu, með það að markmiði að bæta tengingar, stytta ferðatíma og stuðla að öruggari og skilvirkari umferð fyrir alla vegfarendur á svæðinu.

Markmið og tilgangur Sundabrautar

  • Bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta á norðurhluta höfuðborgarsvæðisins.
  • Bæta tengingu Vestur- og Norðurlands við höfuðborgarsvæðið.
  • Auka hagræði fyrir atvinnuumferð.
  • Bæta tengingar Grafarvogs við svæðið vestan Elliðaáa.
  • Dreifa umferð á fleiri leiðir og létta á umferðarþunga.
  • Auka samfélagslegan ábata með styttri ferðatíma vegfarenda, minni akstri, minni útblæstri og mengun vegna styttri leiða til og frá höfuðborgarsvæðinu og innan þess.
  • Auka umferðaröryggi, fjölga flóttaleiðum, bæta aðgengi viðbragðsaðila.

Samvinnuverkefni

Sundabraut verður boðin út í samræmi við lög nr. 80/2020 um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Að undangengnu útboðsferli verður samið við einkaaðila um fjármögnun, hönnun, uppbyggingu mannvirkja, viðhald, rekstur og annað sem nauðsynlegt er til þess að ljúka megi framkvæmdinni og reka mannvirkið í að hámarki 30 ár.

Heimilt er að fjármagna samvinnuverkefni að hluta eða öllu leyti með gjaldtöku af umferð.

Samhliða vinnu við frumdrög og umhverfismat er unnið að gerð viðskiptaáætlunar fyrir Sundabraut. Í viðskiptaáætlun er lagt mat á þær tekjur sem þarf til þess að standa undir framkvæmda- og fjármögnunarkostnaði ásamt rekstrar- og viðhaldskostnaði mannvirkja.

 

Matsáætlun – kynningarfundir

Vegagerðin og Reykjavíkurborg kynntu matsáætlun Sundabrautar og verklýsingu aðalskipulagsbreytinga á vel sóttum kynningarfundum í október 2023:

3. okt. Klébergsskóli, Kjalarnesi
4. okt. Langholtsskóli
5. okt. Rimaskóli
6. okt. Vegagerðin, Suðurhrauni 3 í Garðabæ, fundur á staðnum og í streymi
11. okt. Akranes, Tónlistarskólinn Akranesi
12. okt. Mosfellsbær, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Tengd gögn


Fréttir