Fyrir­spurn um mats­skyldu

 • TegundVegir
 • StaðaKynningargögn
 • Markmið
   Öruggar samgöngur
 • Flokkar
   Í matsferli
 • Svæði
  • Norðurland

Vegagerðin áformar að endurbyggja Laxárdalsveg (59) á um 18 km kafla frá Hólkotsá að vegamótum við Innstrandaveg (68) í Hrútafirði. Vegurinn verður endurbyggður í vegstæði núverandi vegar. Um er að ræða sams konar framkvæmd og þegar vesturhluti Laxárdalsvegar var endurbyggður. Að framkvæmdum loknum verður því lokið endurbótum á Laxárdalsvegi.

 

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist þegar samningar við landeigendur liggja fyrir. Framkvæmdir verða unnar í að minnsta kosti tveimur áföngum og gert er ráð fyrir að þær taki nokkur ár.Meginmarkið framkvæmdarinnar er að bæta umferðaröryggi. Það er meðal annars gert með sterkari og breiðari vegi með bundnu slitlagi, bættum sjónlengdum og öruggari hliðarsvæðum. Með endurbættum vegi verða kröfur um umferðaröryggi og greiðfærni vegar uppfylltar.

Skýrsla vegna fyrirspurnar um matsskyldu