21. desember 2025
Unnið að nýrri grein­ingu á varnar­línu við Vík í Mýrdal

Unnið að nýrri greiningu á varnarlínu við Vík í Mýrdal

Mikill sjór gekk á land við Vík í Mýrdal í vikunni með þeim afleiðingum að flóð myndaðist austan við þorpið og sunnan við Hringveg (1). Mikill sjór safnaðist saman austan við bæinn og tveimur kílómetrum fyrir austan við Vík gekk sjór upp að þjóðveginum. Unnið er að greiningu á skilgreiningu nýrrar varnarlínu.

Fyrri flóð hafa veikt sjávarkambinn á svæðinu með þeim afleiðingum að sjór gengur nú lengra inn á land en áður, jafnvel í veðrum sem teljast ekki sérstaklega slæm.  Því má gera ráð fyrir að tíðni flóða sem ná inn á land aukist. Þetta var fyrirséð þróun þar sem ströndin framan við þorpið er tekin að hopa. Vegagerðin og VSÓ verkfræðistofa hafa undanfarið unnið að  greiningu þar sem unnið er að skilgreiningu á varnarlínu framan við þjóðveginn. Er hún hugsuð á svipaðan hátt og á varnarlínunni framan við þorpið sem skilgreind var árið 1994. Gert er ráð fyrir að greiningarvinnunni ljúki í vetur eða vor. Í kjölfar þeirrar greiningar verður komin mynd á þörf fyrir líklega flóðvörn á kafla framan við þjóðveginn til að koma í veg fyrir að sjór nái að honum.

Í framhaldi af þessari vinnur verður lagt til að reist verði flóðvörn á kafla framan við þjóðveginn til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.

Í máli sveitarstjórans í Vík, í fjölmiðlum síðustu daga, kemur fram að Vegagerðinni beri að verja land sem hefur verið skipulagt – þarna er að mati Vegagerðarinnar ekki rétt með farið. Hið rétta er að land þar sem til staðar eru mannvirki eru í forgangi.  Vegagerðin hefur lengi varað við því að strandlengjan við Vík er mjög óstöðug og varhugavert að byggja austan við varnarlínuna. Fyrir austan þá varnalínu sem dregin var árið 1994.

Sjór gengur á land við Vík í desember 2025

Sjór gengur á land við Vík í desember 2025

Nú er von á hárri sjávarstöðu og lægð á aðfangadag. Sú veðurspá gerir ráð fyrir talsvert vægara veðri en því sem nýverið olli flóðum og er því ekki talið líklegt að það valdi vandræðum. Engu að síður má gera ráð fyrir að sambærilegt veður og nýlega gekk yfir geti komið síðar í vetur.

Til skamms tíma verður því skoðað að rjúfa Kötlugarðinn, varnargarð austan við Vík, til að hleypa vatni til austurs þannig að stærra svæði taki við flóðvatni. Jafnframt mun Vegagerðin leggja til við sveitarfélagið að byggð verði tímabundin flóðvörn í vegstæði reiðvegar sem fyrir er. Til skoðunar er að hækka þann veg nú þegar til að veita tímabundna vörn.

Sjór gengur á land við Vík í desember 2025

Sjór gengur á land við Vík í desember 2025

Sjór gengur á land við Vík í desember 2025

Sjór gengur á land við Vík í desember 2025

Sjór gengur á land við Vík í desember 2025

Sjór gengur á land við Vík í desember 2025